Klaustur á Kollaleiru

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur

steinunn@mbl.is

FJARÐABYGGÐ undirbýr nú sölu á landi Kollaleiru í Reyðarfirði ásamt húsbyggingum til rómversk-kaþólskrar kapúsínareglu sem hyggst starfrækja klaustur og kirkju á jörðinni. Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar á fimmtudag.

Tveir slóvakískir prestar, sr. Davíð Tencer og Anton Majercak, báðir af reglu kapúsína, hafa síðustu misseri unnið að því að stofna til tengsla við kaþólskt fólk sem býr og starfar á Austurlandi. Þeir hafa heimsótt fólk við Kárahnjúka og á Reyðarfirði, lesið með því messur og búið samfélagið undir klaustur- og kirkjustofnunina. Ætlunin er að halda uppi safnaðarlífi á Austurlandi meðal þess kaþólska fólks sem þar býr og starfar til lengri eða skemmri tíma.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »