Menntaráð vill hækka styrki til einkarekinna grunnskóla

Menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að beina því til borgarráðs að hækka styrki til einkarekinna grunnskóla í borginni úr 515.963 krónum á nemanda á ári í 600.000 krónur. Gert er ráð fyrir að hækkunin verði afturvirk og komi til framkvæmda frá og með 1. janúar síðastliðnum.

Í tilkynningu segir, að menntaráð leggi áherslu á að aukið framlag nýtist til að jafna aðstöðu nemenda í Reykjavík og beini því til skólanna, að taka tillit til þessarar breytingar við ákvörðun skólagjalda og lækka þau um sem næst 10% á þeim tíma sem tillagan tekur til eða eftir því sem aðstæður leyfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina