Seldi bréfin í Baugi.net fyrir „tíu krónur íslenskar"

Viðskipti með bréf í Arcadia, sala á hlutafé í Baugi.net „fyrir tíu krónur íslenskar" og kaupréttarsamningar sem gerðir voru við stjórnendur Baugs þegar félagið var stofnað var meðal þess sem Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, gaf skýrslu um í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, við upphaf 18. dags aðalmeðferðinnar.

Annar forstjóri, sem áður var framkvæmdastjóri matvælasviðs Baugs, sagði að Jón Gerald Sullenberger hefði sagst geta valdið Baugi miklum „ímyndarskaða" um það leyti sem Baugur var að hætta viðskiptum við Nordica vorið 2002.

Bjarni Ármannsson, sem varð forstjóri Fjárfestingabanka atvinnulífsins FBA árið 1998 en bankinn sameinaðist Íslandsbanka vorið 2000 og varð loks að Glitni, sagði m.a. að rætt hefði verið um að Baugur fengi söluþóknun vegna sölu á hlutafé til Odd Reitan.

Fyrrum yfirmaður matvælasviðs Baugs sagði að ekkert hefði verið rætt við sig um útgáfu kreditreiknings frá Nordica upp á 62 milljónir. Þegar hann ræddi um lagerstöðu Nordica við Jón Gerald í október 2001, skömmu eftir að reikningurinn var gefinn út, minntist Jón Gerald ekki á reikninginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert