Talið að sykurfall hafi orðið hjá Magnúsi

Magnús Stefánsson í ræðustól Alþingis í morgun áður en hann …
Magnús Stefánsson í ræðustól Alþingis í morgun áður en hann gekk inn í hliðarherbergi. mbl.is/Guðmundur Rúnar

Talið er að um svonefnt sykurfall hafi verið að ræða þegar Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, fékk aðsvif í ræðustóli Alþingis í morgun. Magnús jafnaði sig fljótt en fór til öryggis á sjúkrahús nú á 12. tímanum til skoðunar. Gert er ráð fyrir að hann haldi áfram að mæla fyrir þingsályktunartillögu um jafnréttisáætlun á Alþingi eftir hádegið.

Að sögn Þórs Jónssonar, upplýsingafulltrúa félagsmálaráðuneytisins, er talið að ástæðan fyrir aðsvifinu hafi verið blóðsykurfall. Magnús var á fundi þingflokks Framsóknarflokksins fram á nótt og borðaði síðan ekki morgunmat í morgun.

Læknar skoðuðu Magnús í Alþingishúsinu en töldu ekki að um væri að ræða alvarleg veikindi. Bílstjóri Magnúsar ók honum síðan á sjúkrahús til skoðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert