Vöruflutningabílar með ótryggan farm kyrrsettir

Lögregla höfuðborgarsvæðisins fylgdist sérstaklega með vöruflutningabílum í dag. Beindust sjónir lögreglunnar og umferðaeftirlitsmönnum Vegagerðarinnar að frágangi farms, ásþunga og öðrum slíkum öryggisatriðum. Á Suðurlandsvegi við Rauðavatn voru fjölmargir vöruflutningabílar stöðvaðir og fjóra bíla þurfti að kyrrsetja uns farmurinn var annað hvort léttur eða festur með tryggum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina