Lögreglan yfirheyrð um Baugsmálið

Arnar Jensson fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn var yfirheyrður um rannsókn efnahagsdeildar ríkislögreglunnar á Baugsmálinu. Hann var meðal annars spurður um það hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hefði ekki fengið stöðu sakbornings um leið og það kom í ljós við fyrstu skýrslutöku lögreglunar í ágúst 2002 að hann væri sekur um að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga. Arnar svaraði því til að þáverandi saksóknari hefði tekið þessa afstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert