Fórust í sjóslysi í Ísafjarðardjúpi

Eiríkur Þórðarson, t.v. og Unnar Rafn Jóhannsson, t.h.
Eiríkur Þórðarson, t.v. og Unnar Rafn Jóhannsson, t.h.

Mennirnir tveir, sem létust þegar 10 tonna trilla, Björg Hauks ÍS, fórst í mynni Ísafjarðardjúps í gærkvöldi, hétu Eiríkur Þórðarson og Unnar Rafn Jóhannsson. Þeir voru báðir búsettir á Ísafirði.

Eiríkur var 47 ára gamall. Hann lætur eftir sig sambýliskonu, eina dóttur og fimm fóstursyni. Unnar Rafn var 32 ára. Hann var ókvæntur og barnlaus.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert