Uppbyggingu elsta húss miðborgar Reykjavíkur lokið

Aðalstræti 10.
Aðalstræti 10. mbl.is/ÞÖK
Skrifað var í dag undir samninga um Aðalstræti 10, sem er elsta hús í miðborg Reykjavíkur, og leigusamning um hluta þess húss. Sem tákn um verklok enduruppbyggingar hússins festu borgarstjóri og stjórnarformaður Minjaverndar upp skjöld þar sem fram koma upplýsingar um húsið.

Aðalstræti 10 var reist árið 1762, og er því elsta húsið í miðborg Reykjavíkur, en Viðeyjarstofa er elsta hús Reykjavíkur og var reist árið 1755.

Í upphafi var Aðalstræti 10 notað sem klæðageymsla en síðar jafnframt íbúð fyrir bókara og bókhald Innréttinganna. Árið 1807 eignaðist Geir Vídalín biskup húsið en árið 1823 keypti konungur það að biskupi látnum. Meðal þeirra sem hafa átt aðsetur í húsinu er Jón Sigurðsson forseti en bróðir hans Jens bjó þar. Matthías Johannesen faktor keypti húsið árið 1873 og bjó þar þangað til því var breytt í sölubúð árið 1889. Árið 1894 eignaðist Helgi Zoëga kaupmaður húsið en kaupmennirnir Silli og Valdi keyptu það árið 1926 og ráku þar verslun í áratugi. Frá árinu 1984 hafa ýmsir veitingastaðir og krár verið reknar í húsinu. Reykjavíkurborg keypti það árið 2001.

Á neðri hæð gamla hússins mun Reykjavíkurborg verða með aðstöðu til sýningarhalds þar sem hægt verður að kynna sögu hússins og götunnar. Að baki gamla húsinu hefur verið byggt nýtt steinhús, af svipaðri stærð og lögun og það gamla, og húsin tengd með glerskála. Þessi viðbót eykur mjög á notkunar möguleika staðarins. Hópur íslenskra hönnuða og fjárfesta hafa tekið höndum saman og stofnað fyrirtæki og hyggjast opna þar verslun til að selja íslenska hönnunarvöru. Markmiðið er að koma á framfæri á einum stað í Reykjavík íslenskri hönnun í hæsta gæðaflokki..

Endurgerð götumyndar Aðalstrætis hófst árið 1998 með því að Ísafoldarhúsið var tekið niður og byggt upp að Aðalstræti 12. Síðan hefur verið lokið við endurgerð Aðalstrætis 2 sem hýsir meðal annars Höfuðborgarstofu og endurgerð Aðalstrætis 16 sem hýsir Hótel Reykjavik Centrum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Síðasta sýningin verður númer 35

10:46 „Núna er síðasta sýning, ég lofa,“ svaraði Sólmi Hólm, einn vinsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar síðustu ár, þegar Hulda og Logi heyrðu í honum. Meira »

Landsréttur staðfestir gæsluvarðhald

10:15 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að karlmaður á sextugsaldri skuli sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember. Maðurinn er grunaður um aðild að eldsvoða í einbýlishúsi á Kirkjuvegi á Selfossi í lok október. Meira »

92 ára látin sofa inni á salerni

09:46 „Systir mín fór til hennar í morgun og þá sat mamma með matarbakkann inni á klósetti. Hún fór fram og spurði hvort þetta væri boðlegt og þá hjálpuðu þær henni að rúlla henni fram á gang.“ Meira »

Mikil framþróun í brjóstaaðgerðum

08:18 „Þessi fræði hafa þróast heilmikið að undanförnu. Við erum farin að skilja betur áhættuna sem fylgir ákveðnum stökkbreytingum, ekki bara BRCA heldur í öðrum genum líka,“ segir Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir. Kristján er í forsvari fyrir alþjóðlegt þing um BRCA og brjóstakrabbamein sem hefst í Klíníkinni í Ármúla í dag. Meira »

FÍB segir verið að misnota almannafé

07:57 Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) fer hörðum orðum um ráðstöfun vegafjár til ganganna undir Húsavíkurhöfða og Vaðlaheiðarganga í umsögn við þingsályktunartillögurnar um samgönguáætlun, sem nú eru til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Meira »

Björgun endurnýjar skipastólinn

07:37 Björgun stefnir að því að endurnýja að hluta skipakost félagsins á næstu misserum. Annað hvort verður það gert með nýsmíði dæluskips eða fjárfestingu í notuðu skipi. Ljóst sé að ferlið muni taka töluverðan tíma. Meira »

Eldur í kompu

07:02 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um fjögurleytið í nótt vegna elds í kompu bílastæðishúss við Bergstaðastræti þar sem útigangsmenn halda til. Meira »

Kólnandi veður

06:55 Í dag og í raun fram yfir helgi er útlit fyrir frekar hæga austlæga átt og víða bjart veður en skýjað með lítils háttar vætu suðaustan og sunnan til. Eftir hlýindi síðustu daga fer nú kólnandi. Meira »

Teknir í vímu undir stýri

06:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann sem er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna um miðnætti í nótt.  Meira »

Almannahagsmunir að hann gangi ekki laus

06:02 Héraðssakóknari hefur ákært mann fyrir tvær stórfelldar líkamsárásir á dyraverði á skemmtistaðnum Shooters í sumar. Annar dyravörðurinn er lamaður fyrir neðan háls eftir hrottalegt ofbeldi af hálfu árásarmannsins sem sætir gæsluvarðhaldi til 14. desember á grundvelli almannahagsmuna. Meira »

18 milljóna styrkur vegna Finnafjarðar

05:30 Gangi allt eftir áætlun verða stofnskjöl vegna þróunarfélags Finnafjarðarhafnar og rekstrarfélags hafnarinnar undirrituð fyrir lok ársins. Meira »

Dugar kirkjugörðunum ekki

05:30 Formaður Kirkjugarðasambands Íslands segir að það viðbótarframlag sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til að renni til kirkjugarðanna sé aðeins um 10% af því sem vantar upp á að ríkið standi við samninga sína. Meira »

Fyrirvari Íslands ekki afturkallaður

05:30 Stjórnvöld sjá enga ástæðu til þess að afturkalla fyrirvara Íslands vegna veiða á langreyði í tengslum við samning um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu (CITES). Meira »

Fleiri fulltrúar og lengri fundir

05:30 „Nú þegar átta flokkar eru komnir í borgarstjórn þá virkar hreinlega gamla kerfið ekki. Ég tel því mikilvægt að fjölga bæði borgarstjórnarfundum, þannig að þeir verði alltaf haldnir einu sinni í viku, og borgarráðsfundum sem yrðu þannig tvisvar sinnum í viku.“ Meira »

Spölur hefur sent út lokaútkall

05:30 Spölur hefur sent út lokaútkall til þeirra sem eiga fjármuni hjá félaginu. Allra síðasti dagur til að skila veglyklum og ónotuðum afsláttarmiðum í Hvalfjarðargöng er föstudagurinn 30. nóvember. Enn eru ógreiddar vel á annað hundrað milljónir króna. Meira »

Svindlarar herja á ungmennafélögin

05:30 Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur sent út tölvubréf til sambandsaðila og aðildarfélaga innan ungmennafélagshreyfingarinnar til að vara við svikapóstum. Reynt er að véla gjaldkera til að leggja inn fjárhæðir á erlenda reikninga. Meira »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 23:04 Hálka er á Svínadal vestanlands samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en hálkublettir meðal annars á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Meira »

Mikill fjöldi frávika var í kísilverinu

Í gær, 21:26 Áberandi skortur á fyrirbyggjandi viðhaldi var í kísilverksmiðjunni í Helguvík, skortur á þjálfun starfsfólks og verulegir vankantar á heilsu- og öryggismálum. Þetta kom fram í máli Tom Arild Olsen, ráðgjafa frá Multiconsult, á íbúafundi um framtíð verksmiðjunnar. Meira »

Íslenskar rafíþróttir komnar undir einn hatt

Í gær, 20:32 Nýlega voru stofnuð Rafíþróttasamtök Íslands, samtök sem með markvissum hætti er ætlað að halda utan um uppgang rafíþrótta hérlendis. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 1750 & ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
2 Handlaugar til sölu tilboð óskast
Ein handlaug ónotuð hin er með blöndunartækjum og notuð. uppl. 8691204....
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......