Læknanemar æfa viðbrögð við hamförum

mbl.is/Sverrir

Félag læknanema stendur ásamt björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólki slysadeildar fyrir stórslysaæfingu læknanema í dag. Æfingin fer fram í Öskjuhlíðinni við hús Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg, en þar æfast læknanemar á öllum árum í viðbrögðum við hamförum og hefur þessi þekking nýst læknum og læknanemum vel í slæmum aðstæðum síðar.

Björgunarsveitirnar og læknar og hjúkrunarfræðingar af slysadeild miðla þekkingu sinni á skipulagningu vettvangs stórslysa og meðferð slasaðra. Æfingin er haldin annað hvert ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert