Gerð verði stytta af Guðmundi Jaka í Breiðholti

Guðmundur Jaki og Össur Skarphéðinsson.
Guðmundur Jaki og Össur Skarphéðinsson.

Á fundi Samfylkingarfélagsins í Breiðholti í Reykjavík í gær var m.a. borin upp ályktunartillaga um að hvatt yrði til þess að gerð yrði stytta af Guðmundi J. Guðmundssyni, verkalýðsforingja, og henni komið fyrir á góðum stað í Breiðholti.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hverfafélagi Samfylkingarinnar í Breiðholti í morgun.

Ályktunin sem samþykkt var er svohljóðandi: „Fundur Samfylkingarinnar í Breiðholti hvetur borgaryfirvöld og verkalýðshreyfingu til þess að koma fyrir styttu af verkalýðsleiðtoganum Guðmundi J. Guðmundssyni á góðum og áberandi stað í Breiðholtinu. Guðmundur átti stóran þátt í uppbyggingu Breiðholtsins og bættri húsnæðisaðstöðu fyrir fjölmarga borgarbúa, og væri því réttmætur sómi sýndur með framtaki af þessu tagi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka