Sirkus tengdur Stöð 2 og í lokaðri dagskrá

Tekið hefur verið í notkun nýtt afsláttarkerfi fyrir áskriftastöðvar 365 miðla ehf. og hinn 26. mars nk. verður sjónvarpsstöðinni Sirkus læst og hún einungis opin áskrifendum Stöðvar 2. Er markmiðið að styrkja dagskrá Sirkuss með þessum breytingum og að Stöð 2 og Sirkus styðji hvor aðra.

„Við getum þá farið að beita okkur af fullum þunga í framboði á efni fyrir þann aldurshóp sem er markhópur Sirkus (16–29 ára), þar sem Stöð 2 og Sirkus munu vinna saman," segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og Sirkus. Meðal breytinga sem þessu fylgja er að vinsælustu þættir Stöðvar 2 frá kvöldinu áður verða endursýndir frá kl. 22 á hverju kvöldi á Sirkus.

Skv. upplýsingum 365 miðla er nýja afsláttarkerfið þannig byggt upp að veittur er meiri afsláttur frá grunnverði eftir því sem fleiri stöðvar eru keyptar. Skilyrði fyrir veittum afslætti er skuldbinding um áskrift til 12 mánaða eða að áskrifandi hafi verið í fastri áskrift. Boðnir eru þrír áskriftarflokkar, 5% afsláttur að einni áskriftarstöð, 20% afsláttur að tveimur áskriftarstöðvum og ef keypt er áskrift að þremur stöðvum fæst 25% afsláttur frá grunnverði allra stöðva. Samhliða þessum breytingum hækkar fullt verð á stakri áskrift að Stöð 2 um 5,2% eða um 270 kr. en engar breytingar verða á grunnverði annarra áskriftarstöðva 365 miðla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »