Lést í bílslysi á Suðurlandsvegi

Lísa Skaftadóttir.
Lísa Skaftadóttir.

Konan sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi við Kotströnd í gær hét Lísa Skaftadóttir til heimilis að Engjavegi 32 á Selfossi. Lísa var fædd 17. janúar 1964. Hún lætur eftir sig eiginmann, 5 börn og eitt barnabarn.

Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir hjá lögreglunni á Selfossi og eru öll hugsanleg vitni sem eru til frásagnar um aðdraganda þess beðin að gefa sig fram.

Leitt hefur verið í ljós að Lísa heitin var með bílbelti er jeppi hennar lenti af einhverjum orsökum á öfugum vegarhelmingi og rakst á flutningabíl sem kom á móti. Ökumaður flutningabílsins var ekki með belti og kastaðist út um framrúðuna en slasaðist lítið.

mbl.is

Bloggað um fréttina