Gengið til að minna á mikla orku á Kröflusvæðinu

Lagt af stað í Orkugönguna.
Lagt af stað í Orkugönguna. mbl.is

Orkugangan er þreytt í fyrsta sinn í dag, frá Kröflu niður undir Húsavík, til að minna á þá miklu orku sem er á þessu svæði og „bíður þess að verða beisluð til hagsbóta fyrir íbúa Þingeyjarsýslu,“ eins og segir í tilkynningu frá Birki Fanndal, stöðvarstjóra hjá Landsvirkjun.

Stefnt er að því að fara í þessa göngu á hverju ári. 34 lögðu af stað kl. 10 í morgun og er vegalengdin 53 km. Leiðin sem gengin er liggur um Leirhnjúkshraun, Þeistareykjabungu, Höfuðreiðar og Höskuldsvatn og endar við Meyjarskarð á Reykjaheiði, skammt ofan Húsavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert