Lóa í fjörunni á Eyrarbakka

Lóa í fjörunni við Eyrarbakka í dag. Fremst sést nýfallinn …
Lóa í fjörunni við Eyrarbakka í dag. Fremst sést nýfallinn snjór. mbl.is/Jóhann Óli Hilmarsson

Ein lóa sást í fjörunni á Eyrarbakka í dag. Það var Jóhann Óli Hilmarsson sem sá lóuna þar sem hún var á gangi í fjörunni innan um aðra fugla. Björn Arnarson, starfsmaður Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands, sá einnig tvær heiðlóur ársins á flugi við Einarslund í Hornafirði. Á síðustu árum hafa fyrstu lóurnar sést á tímabilinu 20. -29. mars en það verður ekki fyrr en undir miðjan apríl sem lóurnar fara að streyma til landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina