Mikill reykur myndaðist vegna núðlusúpu í örbylgjuofni

Mikill reykur myndaðist þegar núðlusúpa var hituð í örbylgjuofni.
Mikill reykur myndaðist þegar núðlusúpa var hituð í örbylgjuofni. mbl.is/Jim Smart

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna eldsvoða í Rituhöfða í Mosfellsbæ um tvöleytið. Þegar slökkviliðið kom á staðinn kom í ljós að lítil stúlka hafði verið að hita sér núðlusúpu í örbylgjuofni þegar mikill reykur myndaðist. Hélt stúlkan að það væri kviknað í húsinu og hljóp út og leitaði aðstoðar slökkviliðs.

Í ljós kom að ekki var um eld að ræða en reykræsa þurfti húsið, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina