Árásarmaðurinn í annarlegu ástandi

Maður sem réðst á aldraðan mann á Miklubrautinni er í annarlegu ástandi og hefur ekki enn verið hægt að yfirheyra hann. Árásarmaðurinn gekk í skrokk á gamla manninum og braut hurð á húsi við Miklubraut, að sögn lögreglu. Í fyrstu var talið að árásarmennirnir væru tveir en síðar kom í ljós að einn maður var að verki.

Að sögn varðstjóra í lögreglunni þurfi fimm lögregluþjóna til að handtaka manninn og varð að beita maze-úða á hann. Var farið með árásarmanninn á slysadeild til þess að hreinsa augu hans og gistir hann nú fangageymslur lögreglu. Verður hann yfirheyrður síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina