Kreditreikningurinn ekki forsenda fyrir bókhaldsbrotinu

Hinn tilhæfulausi kreditreikningur upp á 62 milljónir króna sem Jón Gerald Sullenberger sendi til Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, var ekki forsenda fyrir því bókhaldsbroti sem Tryggvi og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, eru ákærðir fyrir að hafa framið með því nota reikninginn til að ýkja hagnað Baugs.

Þetta var meðal þeirra röksemda sem Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds, vísaði til þegar hann krafðist sýknu yfir skjólstæðingi sínum. Brynjar sagði einnig að þótt Jón Gerald hefði viðurkennt að hafa útbúið reikninginn hefði hann ekki játað bókhaldsbrot enda í sjálfu sér ekki refsivert að útbúa slíkan reikning.

Aðalmeðferðinni í Baugsmálinu lauk í gær en hún hófst 12. febrúar, fyrir rúmlega einum og hálfum mánuði.

Verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva kröfðust einnig sýknu og sögðu að dómurinn yrði að hafa í huga að ef þeir yrðu dæmdir, jafnvel fyrir hið minnsta brot, yrði þeim gert ómögulegt, vegna ákvæða í hlutafélagalögum, að gegna störfum framkvæmdastjóra, forstjóra eða sitja í stjórnum hlutafélaga hér á landi. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, sagði auk þess að greiningarfyrirtæki hefðu talið að meginverðmæti Baugs Group væru falin í heilabúi Jóns Ásgeirs en yrði hann dæmdur gæti hann ekki stýrt fyrirtækinu næstu þrjú árin.

Fjallað er um lokadag málflutningsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert