Páskaegg send til Afríku, Asíu og Suður-Ameríku

Rúnar Atli Viium, tveggja ára sonur Vilhjálms Viium, umdæmisstjóra ÞSSÍ …
Rúnar Atli Viium, tveggja ára sonur Vilhjálms Viium, umdæmisstjóra ÞSSÍ í Windhoek í Namibíu, með páskaegg. Hann var að vonum kátur yfir sendingunni.

Allir starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, með aðsetur erlendis, hafa nú fengið páskaegg frá Íslandspósti. 20 egg voru send til Afríku, Asíu og Suður-Ameríku, og komust örugglega og óbráðin til viðtakenda.

Eggin voru send til Malaví, Namibíu, Mósambík, Úganda, Sri Lanka og Níkaragva með hraðþjónustu. Eggjunum var pakkað í pappakassa og þau vafin bóluplasti og dagblöðum troðið með. Kassarnir voru síðan merktir „KEEP COOL“, eða „HALDIÐ KÖLDUM“.

Á myndinni sést Rúnar Atli Viium, tveggja ára sonur Vilhjálms Viium, umdæmisstjóra ÞSSÍ í Windhoek í Namibíu, með páskaegg. Hann var að vonum kátur yfir sendingunni.

mbl.is