„Ertu hryðjuverkamaður?“

„Tengist þú einhverjum hryðjuverkasamtökum eða er einhver í fjölskyldu þinni viðriðinn við slík samtök?” Þannig spurði starfsmaður Kaupþings-banka Selfyssinginn Ingvar Örn Eiríksson þegar hann var að færa viðskipti sín yfir til bankans í síðustu viku.

„Þetta var algjör brandari,” segir Ingvar við fréttavefinn Suðurland.is. „Ég tók þessu nú líka nokkuð létt enda sagði starfsmaðurinn við mig í upphafi að spurningarnar væru misgáfulegar. Ég var til dæmis líka spurður að því hvers lenskur ég væri og jafnframt frá hvaða landi foreldrar mínir væru ættaðir. Hvaða máli það skiptir veit ég ekki.”

Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að spurningin sé tilkomin á grundvelli nýrra laga um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Fjármálafyrirtæki þurfa núorðið að fá mun ýtarlegri upplýsingar um viðskiptavini sína en áður. Ef fyrirtækin uppfylla ekki þessi skilyrði geta þau sætt alvarlegum viðurlögum frá alþjóðastofnunum,” segir Guðjón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert