Biður þjóðina afsökunar

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is

„Ég hef ætíð haft miklar mætur á Íslandi og þið væruð síðasta þjóðin sem ég mundi vilja sjá sprengjum varpað á," segir Uwe E. Reinhardt, prófessor í stjórnmálahagfræði við Princeton-háskóla í New Jersey.

Grein Reinhardts „Sprengjum Ísland í stað Írans" birtist á vefnum dailyprincetonian.com í gær og vakti mikla athygli hér á landi. Greinin er í raun harðorð háðsádeila á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Þar stingur Reinhardt upp á því að stað þess að gera sprengjuárás á Íran, sem gæti orðið snúið mál, ætti Bandaríkjaher frekar að varpa sprengjum á höfuðstað Íslands, Reykjavík. Segir hann að slíkur hernaður gæti rutt nútímanum braut á Íslandi, verið hagfelldur fyrir bandaríska hagkerfið, sýnt fram á hernaðarmátt Bandaríkjanna auk þess sem aðgerðin yrði mun ódýrari en hernaður í Íran.

„Ég var að vísu viðbúinn árásum samlanda minna úr röðum nýíhaldsmanna en það hvarflaði ekki að mér að Íslendingar læsu grein mína spjaldanna á milli, jafnvel áður en nemendur mínir við háskólann hefðu gefið sér tíma til þess," segir Reinhardt.

Reinhardt segist hafa fengið á milli 50 og 80 svarbréf við greininni. Í mörgum bréfanna sé farið fögrum orðum um háðsádeiluna og undir hana tekið, en í öðrum hafi Íslendingar bölsótast út í hann og orðalag sumra bréfanna hafi verið mjög dónalegt, allt að því ógnandi. Reinhardt segir að einn þeirra sem svöruðu grein hans hafi gengið svo langt að rita honum skeyti með fyrirsögninni „Ég drep þig". „Þetta viðhorf kom mér spánskt fyrir sjónir og mér finnst það mjög óíslenskt," segir Reinhardt og bætir við að hann muni ekki birta greinina á öðrum vettvangi enda eigi hann þá á hættu að eiginkonan muni neyða hann til að sofa í bílskúrnum.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »