Telur að rétturinn hafi gengið fulllangt

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is
Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, telur að líklega hafi meirihluti hæstaréttar gengið fulllangt í dómi sínum 16. mars, í olíuforstjóramálinu svonefnda, þegar rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að meðferð málsins hefði brotið gegn fyrirmælum Mannréttindadómstóls Evrópu og stjórnarskrárinnar um réttláta málsmeðferð fyrir dómi.

Þessu viðhorfi lýsti Eiríkur í málstofu lagadeildar HÍ í gær um dóm hæstaréttar. Hann byggir gagnrýni sína á því hvernig Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skýrt fyrirmæli Mannréttindasáttmála Evrópu sem felur í sér bann við því að sakborningur sé beittur þvingunum til þess að fella sök á sjálfan sig.

"Ég tel að í fyrsta lagi geti það varla talist ólögmæt þvingun í merkingu ákvæðis Mannréttindasáttmálans þótt ákærðu hafi ákveðið að ganga til samstarfs við samkeppnisyfirvöld í því skyni að stjórnvaldssektir þeirra félaga sem þeir stýrðu yrðu ákveðnar lægri en þær hefðu ella orðið," segir hann.

"Í því sambandi má benda á að í hverju einasta sakamáli kemur upp áþekk staða vegna þess að það á að koma ákærða til góða við ákvörðun refsingar ef hann stuðlar að því að upplýsa málið. Í öðru lagi lá fyrir í málinu yfirlýsing ákæruvaldsins þess efnis að það ætlaði ekki að byggja kröfu um sakfellingu á upplýsingum sem komnar væru frá ákærðu og væru til þess fallnar að fella á þá sök."

Eiríkur telur að í stað þess að vísa málinu frá hefði það átt að fá efnismeðferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »