Hvatt til íbúakosninga um álver á Suðurnesjum

Samtökin Sól á Suðurnesjum hefur sent fulltrúum Samfylkingar í stjórn Hitaveitu Suðurnesja opið bréf þar sem þeir eru hvattir til að standa við stefnu flokksins varðandi íbúalýðræði og hafna því að gengið verði frá orkusölusamningum við Norðurál þar til vilji íbúa hafi verið kannaður með kosningu.

Segja samtökin, að frekari skuldbindingar, þ.m.t. undirritun orkusölusamninga, muni draga úr líkum á því að kosið verði um þessar framkvæmdir sem með beinum hætti varði íbúa 6 sveitarfélaga og í reynd þjóðina alla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert