Eyddi 300 krónum og fékk 11,7 milljónir

Kona nokkur datt heldur betur í lukkupottinn um síðustu helgi þegar hún fékk 11,7 milljónir fyrir að vera með þrettán rétta á svokölluðum Evrópuseðli. Hún hafði keypt 30 raðir sem hún greiddi 300 kr. fyrir.

Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri getspá fékk hún allan fyrsta vinninginn ein, en aukavinningar voru einnig drjúgir.

Konan hefur tippað reglulega síðustu 20 ár og undanfarin tvö ár tippað á 300 kr. sjálfvalsseðil og oft verið nálægt góðum vinningi áður.

Konan og eiginmaður hennar styrkja KR, þó svo að þau séu ekki búsett í vesturbænum.

Þetta er einn af stærstu vinningum í getraunum á Íslandi og stærsti vinningur á Evrópuseðil.

Hæsti vinningur sem Íslendingur hefur fengið er um 28 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »