Forsætisráðherra segir varnir Íslands tryggðar

Ríkisstjórn Íslands undirritaði í dag varnarsamkomulag við Norðmenn og Dani. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins vera ánægður með samkomulagið sem tók formlegt gildi við undirritun. Þá sagði ráðherra að það væri viðbót við núgildandi varnarsamkomulag við Bandaríkin. Með þessu væru varnir Íslands tryggðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina