75% landsmanna hlynntir reyklausum veitingahúsum

Samkvæmt könnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Lýðheilsustöð, eru 75% landsmanna frekar eða mjög hlynntir því að veitinga- og skemmtistaðir verði reyklausir. Í samskonar könnun, sem gerð var árið 2005, var þetta hlutfall 60%. 1. júlí í sumar taka gildi breytingar á tóbaksvarnalögum sem fela í sér að reykingar verða ekki lengur leyfðar í þjónusturými veitinga- og skemmtistaða.

Þegar þátttakendum í könnuninni var skipt í þá sem reykja og þá sem reykja ekki kom í ljós nokkur munur. Rúmlega 80% þeirra sem reykja ekki og um 50% þeirra sem reykja voru mjög eða frekar hlynnt því að allir veitinga- og skemmtistaðir verði reyklausir. Rúmlega 40% þeirra sem reykja voru mjög eða frekar andvígir því að allir veitinga- og skemmtistaðir verði reyklausir (mynd 2).

Könnunin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina