Hvað finnst prestum?

Gerð verður skoðanakönnun á meðal allra starfandi presta um hvað þeim finnst um tillöguna sem vísað var til biskups og kenningarnefndar á prestastefnu í fyrradag; að þeim prestum sem það kjósa verði heimilað „að vera lögformlegir vígslumenn staðfestrar samvistar" sem þýðir nánast að þeir megi gefa samkynhneigða í hjónaband, þó svo það orðalag verði ekki notað, eins og einn presta á stefnunni orðaði það í Morgunblaðinu í gær.

Samþykkt var sú tillaga á prestastefnu í gær að Biskupsstofa fengi fagaðila til að framkvæma þessa könnun fyrir 1. júní. Ekki voru allir sáttir við tillöguna um skoðanakönnun; frávísunartillaga var lögð fram en felld með miklum mun, og tillagan sjálf síðan samþykkt með 35 atkvæðum gegn 13.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »