Hitinn í 22,6°C í Ásbyrgi samkvæmt sjálfvirkum mæli

Ásbyrgi.
Ásbyrgi. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Hitinn í Ásbyrgi mældist 22,6°C klukkan 15 í dag samkvæmt sjálfvirkum mælingum og hámarkshitinn klukkutímann á undan var 23°C. Enn er afar heitt þar; nú klukkan 17 var hitinn 21,3°C stig. Þetta virðist vera hitamet hér á landi í apríl en eldra metið var 21,8°C á Sauðanesi 18. apríl 2003, að því er kemur fram á bloggsíðu Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings.

Á heimasíðu Veðurstofunnar er tekið fram, að villur geti leynst í gögnum, sjálfvirkra stöðva, sem birt eru um leið og þau berast án þess að farið hafi verið yfir þau.

Heimasíða Veðurstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina