Jón Gerald: „Mikill léttir"

Jón Gerald Sullenberger.
Jón Gerald Sullenberger. MorgunblaðiðÞÖK

Jón Gerald Sullenberger segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur nú rétt í þessu um að vísa ákæru á hendur honum frá í tengslum við Baugsmálið sé mikill léttir. Jón Gerald var ákærður fyrir að gefa út tilhæfulausan reikning. Á tímabili hafi hann efast stórlega um að hafa kært Baugsfeðga þegar málið allt dróst á langinn og hann var sjálfur ákærður.

Jón Gerald Sullenberger segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa ákæru á hendur honum frá í tengslum við Baugsmálið sé mikill léttir en hann var ákærður fyrir að gefa út tilhæfulausan reikning.

Velti fyrir sér hvort rétt hefði verið að ákæra Baugsfeðga

Líkt og aðrir sakborningar var Jón Gerald ekki viðstaddur dómsúrskurð í Héraðsdómi Reykjavíkur í hádeginu í dag. En í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins sagði hann það ekkert grín að vera ákærður. „Og ég fór að velta því fyrir mér hvort rétt hefði verið af mér að ákæra Baugsfeðga þegar málið allt dróst svona á langinn og ég sá hvernig dómskerfið tók á málinu. Líka þegar ég sjálfur var svo ákærður þegar ég var vitni í málinu," sagði Jón Gerald.

Fagnar dómi yfir Jóni Ásgeir og Tryggva

„Viðskiptasiðferðið á Íslandi er orðið þannig að menn eru keyptir til að þagna. Dæmi um það er að í lok ágúst 2002 var hringt í mig frá forstjóra Kaupþings og mér boðnir 2 milljónir dollara ef ég drægi málið til baka,"

Aðspurður um þann dóm sem Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson hlutu, segir Jón Gerald að honum sýnist sem dómararnir að þessu sinni hafi tekið að hluta til á málinu. „Þeirri niðurstöðu ber að fagna og ég skora líka á íslensk stjórnvöld að leggja mun meira fé til Samkeppnisstofnunar og Fjármálaeftirlitsins og efla þessar stofnanir til muna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert