Sigurður Tómas: Sýnist að dómurinn þurfi endurskoðunar Hæstaréttar við

Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, segir að eftir að hafa lesið dóm Héraðsdóms Reykjavíkur lauslega yfir, þá sýnist honum fljótt á litið, að þar sé margt sem kalli á endurskoðun Hæstaréttar.

Sigurður Tómas segir, að sér sýndist að í þeim ákæruliðum sem vísað var frá, ákæruliðum 2-9, þætti dómurum skorta á skýrleika refsiheimilda í hlutafjárlögum. Þá hafi verið sakfellt fyrir fjóra ákæruliði en sýknað fyrir þann alvarlegasta, sem snérist um rekstur skemmtibáts á Flórída.

Dómurinn í Baugsmálinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert