Breytist ekkert hjá fyrirtækinu

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagðist í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sannfærður um að sér yrði dæmt í hag í Hæstarétti. Spurður hvort dómurinn hefði einhver áhrif á stöðu hans innan Baugs sagði Jón Ásgeir svo ekki vera.

„Það er enginn endanlegur dómur kominn í þessu máli. Ég er forstjóri Baugs og verð það áfram og er með fullt umboð stjórnar til að gegna því embætti. Það breytist ekkert; það breytist ekkert hjá mér, það breytist ekkert hjá fyrirtækinu. Það er "business as usual"," sagði Jón Ásgeir.

Í samtali við fréttastofu RÚV líkti Tryggvi Jónsson málinu við kappleik. „Það má kannski segja að þetta sé eins og kappleikur sem er búinn að standa yfir í mörg ár og hingað til höfum við unnið alltaf glæsilega sigra. Núna er hálfleikur og í fyrsta skipti erum við undir í hálfleik, en við tökum þetta í seinni hálfleik."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert