Sigurður Tómas: Áleitnar spurningar í forsendum

Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmáli, eftir að dómur …
Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmáli, eftir að dómur var kveðinn upp í gær. mbl.is/RAX

„Þetta er ekki endanlegt að neinu leyti en það vekur athygli að þarna er fallist á mjög alvarlegt brot sem var hluti af upphaflegri kæru frá Jóni Gerald," segir Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í Baugsmálinu svonefnda. Sigurður segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar, né hvort kærð verði sú ákvörðun dómara að vísa tíu ákæruliðum frá dómi.

„Þetta verður skoðað og tekin ákvörðun um það innan þess frests sem um það gildir, þ.e. þrír sólarhringar hvað varðar frávísunarliðina," segir Sigurður sem þykir annars ýmislegt í forsendum héraðsdóms kalla á endurskoðun Hæstaréttar. „Það eru þarna áleitnar spurningar í þessu sem erfitt er að fái ekki aðra úrlausn en þessa."

Spurður hvort viðunandi sé að Jón Ásgeir Jóhannesson skuli aðeins vera sakfelldur fyrir einn ákærulið segir Sigurður: „Ekki að mati ákæruvaldsins, hann var jú ákærður í þeim öllum nema einum. En það er eitthvað sem verður skoðað, sérstaklega í þeim ákæruliðum þar sem hann er sýknaður en Tryggvi sakfelldur. Það verður skoðað hvað greinir þá svona á milli að mati dómsins," segir Sigurður Tómas.

Tíu ákæruliðum var vísað frá dómi og þar af voru tveir vegna galla í ákæru, þ.e. ákærulið tíu og nítján. „Þetta var nýtt efni í nítjánda ákærulið og eitthvað sem ég hafði ekki hugmyndaflug að láta mér detta í hag að dómurinn myndi fetta fingur út í."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert