Nítján Rúmenar fara úr landi í dag

Nítján Rúmenar, sem hafa dvalist hér á landi undanfarið, fara úr landi í dag. Að því er kom fram í fréttum Útvarpsins hefur fólkið sofið undir berum himni og betlað utan við verslunarmiðstöðvar í miðborg Reykjavíkur. Sagt var að lögreglu gruni að fólkið hafi verið undanfarar glæpahópa.

Jón H.B. Snorrason, varalögreglustjóri í Reykjavík, sagði í fréttum Útvarpsins að fólkið hafi ekki haft fé til að framfleyta sér hér á landi. Ábendingar hafi borist frá Norðurlöndunum, að sambærilegir flokkar fari þar um og séu undanfarar stærri hópa, sem hyggist stunda óleyfilega starfsemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert