Fréttaskýring: Bjargar Íslandshreyfingin stjórnarmeirihlutanum?

Ósk Vilhjálmsdóttir, Margrét Sverrisdóttir og Ómar Ragnarsson á kosningahátíð Íslandshreyfingarinnar.
Ósk Vilhjálmsdóttir, Margrét Sverrisdóttir og Ómar Ragnarsson á kosningahátíð Íslandshreyfingarinnar. mbl.is/Ómar
Eftir Ólaf Þ. Stephensen, olafur@mbl.is
Ríkisstjórnin heldur velli með minnsta mögulega meirihluta, einum manni, miðað við stöðuna í talningu atkvæða á öðrum tímanum í nótt. Stjórnin hefur ekki meirihluta atkvæða samkvæmt síðustu tölum, en óhagstæð dreifing atkvæða milli annarra flokka veldur því að stjórnarmeirihlutinn lafir – þar til annað kemur í ljós. Framboð Íslandshreyfingarinnar getur því hafa bjargað stjórnarmeirihlutanum.

Í sjónvarpsumræðum formanna stjórnmálaflokkanna fyrir stundu sagði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, að yrði staðan þessi, væri eðlilegt að hann og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddu saman. Áhugi Sjálfstæðisflokksins á áframhaldandi stjórnarsamstarfi er því ljóslega fyrir hendi.

Framsóknarmenn eru hins vegar greinilega vígamóðir og Jón Sigurðsson orðaði það svo að aðrir yrðu að hafa frumkvæði að stjórnarmyndun en framsóknarmenn. Hins vegar hefði oft verið leitað til flokksins.

Jafnvel þótt Framsókn verði ekki til í áframhaldandi stjórnarsamstarf, þrátt fyrir að þingmeirihlutinn haldi naumlega, eiga stjórnarflokkarnir meira svigrúm til viðræðna við aðra en ef meirihlutinn fellur. Það verður þá ekki nauðsynlegt fyrir forsætisráðherra að biðjast strax lausnar fyrir stjórnina. Líklega styrkir þetta þó stöðu Sjálfstæðisflokksins fremur en Framsóknar.

Forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa í ummælum sínum í nótt haldið fast við að byrja á að ræða um „kaffibandalagsstjórn“ fari svo að stjórnarandstaðan nái meirihluta. Fari hins vegar svo að aðeins muni einum þingmanni, munu Vinstri græn og Samfylking hafa áhyggjur af því að einstaklingar í liði frjálslyndra geti hlaupið út undan sér í stjórnarsamstarfinu. Hugsanlega leita þessir flokkar þá til Framsóknar. Hiki framsóknarmenn þá enn, aukast líkur á að fremur verði reynt að mynda tveggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokksins með annaðhvort VG eða Samfylkingu.

Eins og Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, benti á í umræðum í Ríkissjónvarpinu hefur tilkoma Íslandshreyfingarinnar líklega gert stjórnarandstöðunni erfiðara fyrir að fella ríkisstjórnina, miðað við þessa niðurstöðu. Atkvæði, sem hefðu getað nýtzt stjórnarandstöðuflokkunum, detta dauð niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Spá 40 metrum á sekúndu

09:11 Ekkert ferðaveður er á Suðausturlandi en þar er spáð allt að 40 metrum á sekúndu fram undir kvöld. Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs. Meira »

Heimsmet í sparakstri

08:30 Heimsmetið í sparakstri stóðst ekki atlögu tveggja Breta sem nýverið óku Honda Jazz-bíl 1.350 kílómetra vegalengd frá syðsta odda Englands, Lands End, til norðurodda skoska meginlandsins, tanga að nafni John O'Groats. Meira »

Flutningabíll þversum á Holtavörðuheiði

08:01 Flutningabíll þverar veg á Holtavörðuheiði og ekki er hægt að komast framhjá, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.   Meira »

Lokað vegna veðurs

06:47 Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs.  Meira »

Hvassviðri og snjóflóðahætta

05:42 Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu, hvassast norðan- og vestan til, en úrkomumest norðan- og austanlands. Mikil hætta er á snjóflóðum á Austfjörðum. Meira »

Landið keypt á 120 milljónir króna

05:30 Rangárþing eystra er að kaupa jörðina Stórólfshvol af Héraðsnefnd Rangæinga. Kaupverðið er samkvæmt kauptilboði sveitarfélagsins liðlega 121 milljón kr. Meira »

Tólf flokkar hyggja á framboð

05:30 Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjórum árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins. Meira »

Almennt ánægðir með íslenska lambakjötið

05:30 Nærri helmingur landsmanna, eða 46%, borðar lambakjöt að jafnaði einu sinni í viku eða oftar. Tæp 26% til viðbótar borða lambakjöt 2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4% segjast aldrei borða lambakjöt. Meira »

Skattarnir aldrei meiri

05:30 Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

05:30 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

Brotist inn á tveimur stöðum

05:10 Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annað að Bíldshöfða og hitt í Logafold. Bæði málin eru í rannsókn lögreglu. Jafnframt var tilkynnt um manneskju sem var kíkja inn um glugga í Melbæ um miðnætti. Meira »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Tómas Tómasson er látinn

Í gær, 23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Í gær, 21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

Í gær, 20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu.“ Svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

Í gær, 21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

Í gær, 21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

Í gær, 20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Bænasamkoma
Félagsstarf
Bænasamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum...
Úthlutun byggðakvóta
Tilkynningar
Auglýsing Auglýsing vegna úthlutu...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...