Stela íslenskum myndum

Mynd eftir Rebekku Guðleifsdóttur.
Mynd eftir Rebekku Guðleifsdóttur.
Eftir Gunnar Hrafn Jónsson gunnarh@gmail.com
Rebekka Guðleifsdóttir hefur sett netheima á annan endann með því að ljóstra upp um þjófnað á ljósmyndum sínum af íslenskri náttúrufegurð. Rebekka hafði sett myndirnar inn á hina vinsælu ljósmyndasíðu flickr.com en einhver óprúttinn aðili á Bretlandseyjum virðist hafa grætt hundruð þúsunda á því að selja eftirprentanir af þeim sem plaköt.

Rebekka segist fyrst hafa orðið vör við stuldinn stuttu fyrir síðustu áramót. „Það var tilviljun sem réð því að maður sem ég þekki í Bretlandi rakst á þessar myndir til sölu," segir Rebekka.

Kvartaði til e-bay

„Það kom í ljós að töluverður fjöldi mynda eftir mig var til sölu hjá þessu fyrirtæki. Ég kvartaði til e-bay, sem var milligönguaðili um að selja myndirnar, og einnig til fyrirtækisins sjálfs sem heitir only-dreemin.com. E-bay vildi ekkert fyrir mig gera og only-dreemin baðst bara afsökunar, tók myndirnar af e-bay og hætti svo að svara tölvubréfum frá mér í mars síðastliðnum. Á e-bay er aðeins hægt að sjá viðskipti sex mánuði aftur í tímann en samkvæmt þeim gögnum sem ég hef safnað seldust myndirnar fyrir meira en 2.500 pund á þessum tíma. Ég hef engan aðgang að eldri gögnum en verslunin hefur verið starfrækt í meira en fjögur ár. Þar fyrir utan selur fyrirtækið einnig myndir í gegnum sína eigin heimasíðu og ég get ekki áætlað hvað þeir hafa selt mikið með þeim hætti."

Rebekka, sem er námsmaður og einstæð móðir, leitaði til íslensks lögmanns en hann taldi sig ekki geta aðstoðað hana við að sækja skaðabætur í Bretlandi. Fyrir sitt leyti sagðist talsmaður, stjórnarformaður, ritari og hugsanlegur eigandi only-dreemin ekki vilja láta hafa neitt eftir sér í Morgunblaðinu (þrátt fyrir langt samtal við blaðamann) án þess að fá að ritskoða textann. Talsmaður fyrirtækisins lét þó sömu orð falla í tölvubréfi til almenns viðskiptavinar sem birtur hefur verið opinberlega á Netinu.

„Takk fyrir að hóta okkur ekki dauða, eins og aðrir hafa gert," segir forsvarsmaðurinn í upphafsorðum tölvubréfsins. Hann segist síðan hafa keypt myndirnar löglega, á þrjú þúsund pund, af fyrirtæki sem nefnist „Wild Aspects and Panoramics LTD". Talsmaður only-dreemin.com heldur því ennfremur fram að lögfræðingar hafi ráðlagt honum að hætta öllum samskiptum við Rebekku og lögfræðing hennar. Að lokum segir í tölvubréfinu: „Þar sem Rebekka hefur opinberað þetta mál getum við núna útskýrt málavexti og að sjálfsögðu beðist afsökunar."

Að sögn Rebekku eru þessar útskýringar ófullnægjandi. „Þeir hafa frá upphafi hamrað á þessari tölu, þrjú þúsund pundum. Samt var ekki hægt að fá nein nöfn upp úr þeim til að byrja með. Eftir að fólk fór að taka eftir þessu á Netinu hef ég hins vegar loks fengið uppgefið heiti á fyrirtæki sem virðist ekki vera til. Að minnsta kosti er ekki hægt að finna það á Google."

Rebekka sagðist ekki telja það vera í sínum verkahring að finna einhvern þriðja aðila sem seldi myndirnar. „Þessir menn vita að þeir seldu myndir ólöglega fyrir háar upphæðir og þeir eiga einfaldlega að bæta mér það. Þeir geta síðan lögsótt þennan þriðja aðila, ef hann er yfir höfuð til."

Rebekka segir að sá stuðningur sem hún hefur fengið á Netinu hafi komið sér á óvart en jafnframt verið ómetanlegur.

Flickr.com

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rauf skilorð og fór aftur á bak við lás og slá

Í gær, 23:23 Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði mann til að afplána 125 daga eftirstöðvar refsingar samkvæmt tveimur dómum sem hann hlaut í héraði, í fyrra og og þessu ári. Maðurinn rauf skilyrði reynslulausnar, en hann var nýverið handtekinn grunaður um innbrot og þjófnað. Meira »

Sandfokið ekkert annað en hamfarir

Í gær, 21:52 „Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir sem geisað hafa í V-Skaftafellssýslu marga daga frá í vor,“ skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook þar sem hann lýsir miklu sandfoki á ferð hans austur í Skaftafell í dag. Meira »

700 á biðlista eftir íbúðum í Gufunesi

Í gær, 21:10 Um sjö hundruð manns eru á biðlista eftir 120 íbúðum í Gufunesi. Níu lóðarvilyrði hjá Reykjavíkurborg eru með ströngum kvöðum til að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur. Meira »

Stærsti samningur í sögu Kolviðar

Í gær, 20:58 Bláa lónið hefur samið við Kolvið um að kolefnisjafna rekstur fyrirtækisins frá og með árinu 2019, en markmiðið er að binda kolefni sem fellur til vegna allrar starfsemi Bláa lónsins og er um að ræða stærsta samning sem Kolviður hefur gert við nokkurt fyrirtæki á Íslandi fram til þessa. Meira »

Fyrstu keppendur lagðir af stað

Í gær, 20:37 „Þau hjóla saman um 6 kílómetra en svo er hraðinn gefinn frjáls og þá teygist úr hópnum,“ segir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, en keppendur í einstaklingskeppni og Hjólakrafti lögðu af stað í hringinn í kringum landið fyrr í kvöld. Meira »

Hvílir sig fyrir þungan róður

Í gær, 20:32 „Þegar heilsan er orðin góð og veðrið er gott, þá er ég farin,“ segir kaj­akræðar­inn Veiga Grétarsdóttir sem rær um þessar mundir rangsælis í kringum landið. Veiga er búin að ljúka um þriðjungi leiðarinnar en er nú komin til Reykjavíkur þar sem hún hyggst hvíla sig um stund í kjölfar veikinda. Meira »

Ómetanlegur tónlistararfur brann

Í gær, 20:00 Fyrir ellefu árum kom upp eldur á lóð Universal-risans í Hollywood. Í stóru vöruhúsi voru geymdar frumupptökur með mörgum helstu tónlistarmönnum 20. aldarinnar. Sumar munu aldrei heyrast aftur. Upptökur með Elton John, Billie Holiday, Ellu Fitzgerald, Nirvana, Guns N' Roses og Louis Armstrong. Meira »

Fátækara samfélag án Íslendinga

Í gær, 20:00 Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik, fer ekki í neinar grafgötur með dálæti sitt á Íslendingum með víkingaeðli sem hann segir hreina lyftistöng fyrir atvinnulíf staðarins, en auk þess ræddi hann aukna fíkniefnaneyslu og deildi sýn sinni á löggæslumál með mbl.is. Meira »

Ísjakinn ógn við skemmtiferðaskip

Í gær, 19:21 Borgarísjaka undan Vestfjörðum rekur enn að landi innan um hafís, frosinn sjó. Samkvæmt athugunum jarðvísindamanna við Háskóla Íslands er ísjakinn nú um 28 sjómílum norðvestan af Horni á Hornströndum. Hafísinn, sem umkringir jakann, rekur nú austur. Meira »

Nýr forstjóri segir stöðuna mjög þrönga

Í gær, 18:58 Nýr forseti Íslandspósts kveðst jákvæður gagnvart skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og segir hana munu koma sér vel við endurskipulagningu fyrirtækisins. Í skýrslunni segir meðal annars að stjórnendur hafi brugðist of hægt við breytingum á markaði. Meira »

Miðlar 40 ára reynslu

Í gær, 18:34 Námskeið þar sem Einar Kárason rithöfundur miðlar reynslu sinni af því hvernig skrifa eigi bók, opnaði fyrir skráningu í gær. Námskeiðið, sem fyrirtækið Frami býður upp á, fer fram á netinu og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Meira »

Segir stjórn LV starfa samkvæmt lögum

Í gær, 18:00 „Eitt að því sem þessi stjórn hefur lagt áherslu á er að auka gagnsæi í öllum sínum störfum, svo sem við í skipun í stjórnir hlutafélaga. Hún hefur einnig innleitt kröfu um siðferðisleg viðmið við allar sínar fjárfestingar,“ segir Ína Björk Hannesdóttir, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Meira »

Ætlar að sjá hvert námið leiðir sig

Í gær, 17:58 Hugi Kjartansson var semidúx við brautskráningu frá Menntaskólanum við Hamrahlíð um síðustu áramót. Söngur og tónlist hefur alltaf skipað stóran sess í lífi hans og er hann til að mynda nýlega kominn heim frá New York þar sem hann söng með Björk Guðmundsdóttur söngkonu. Meira »

Greiddu atkvæði með fullri aðild Rússa

Í gær, 17:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna voru á meðal 118 þingmanna frá ríkjum Evrópu sem samþykktu í dag að veita Rússum fulla aðild að Evrópuráðinu á ný. Meira »

Míla braut ekki gegn Gagnaveitunni

Í gær, 16:48 Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur fellt úr gildi hluta ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar í máli Gagnaveitu Reykjavíkur gegn Mílu. Meira »

Ákærður fyrir gróf brot gegn syni sínum

Í gær, 16:34 Karlmaður hefur verið ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn syni sínum, sem áttu sér stað á heimilum ákærða á árunum 1996-2003, er sonur hans var 4-11 ára gamall. Málið var þingfest í morgun. Meira »

Vildi bætur en var sjálfur grunaður

Í gær, 16:12 Tryggingamiðstöðin var í gær sýknuð af bótakröfu vegna eldsvoða á gistiheimili á Vesturlandi í janúar 2016, en eigandi gistiheimilisins var grunaður um að hafa sjálfur orðið valdur að upptökum eldsins. Meira »

„Engin skylda að vera heiðursfélagi“

Í gær, 15:51 Lögmannafélag Íslands mun verða við þeirri ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um að hann verði tekinn af lista yfir heiðursfélaga í Lögmannafélaginu. Þetta staðfestir Berglind Svavarsdóttir, formaður félagsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mótmæla aukinni skattheimtu

Í gær, 15:46 Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Meira »
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
NUDD FYRIR VELLIÐAN OG SLÖKUN.
veldu lifsgæði. veldu slökun og að láta þer líða vel. pantanir í sima 863 ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Gámaflutningar gámaleiga.Traust og góð þjónusta. Kris...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...