Svandís gætir unga sinna

Svandís á Bakkatjörn komin með 5 unga.
Svandís á Bakkatjörn komin með 5 unga. mbl.is/Ómar

Álftin Svandís kom ásamt ektamaka sínum á heimaslóðir við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í lok apríl og er þetta þrettánda árið í röð sem þau búa um sig í hólmanum í tjörninni.

Svandís hefur legið á eggjunum undanfarnar vikur og hefur þeim hjónakornum nú orðið fimm unga auðið eins og tvö fyrri ár. Hún spókaði sig ásamt ungunum í blíðunni á Bakkatjörn í gær. Ungarnir héldu hópinn nálægt mömmu sinni og kannski hefur pabbinn leitað matfanga á meðan.

Álftir koma yfirleitt til landsins í lok apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »