Kona „graffar" í skjóli nætur

Veggjakrot hefur færst í vöxt á undanförnum þremur árum og gera flestir sér í hugarlund að þar séu á ferðinni ungir menn og drengir sem fá útrás fyrir bæði skemmdarfýsn og sköpunarþrá með slíku athæfi. Vefvarpi Morgunblaðsins bárust myndir sem sýna að sú staðalímynd á ekki við um alla veggjakrotara.

Á myndum úr öryggismyndavél í verslunarmiðstöðinni Kringlan má sjá konu sem stöðvar fjölskyldubíl með barnasæti fyrir utan aðalinnganginn um miðja nótt og úðar úr málningarbrúsa á auglýsingaskilti.

Ekki hefur verið staðfest hver konan er þó að andlit hennar sjáist vel á myndunum og ekki hefur verið unnt að greina númer bílsins.

mbl.is