Hive braut gegn fjarskiptalögum

Hive braut gegn fjarskiptalögum.
Hive braut gegn fjarskiptalögum. mbl.is

Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hive hafi gerst brotið gegn fjarskiptalögum er fyrirtækið hringdi ítrekað í bannmerkt símanúmer í símaskrá í þeim tilgangi að kynna vörur sínar og þjónustu.

Í nóvember áframsendi Persónuvernd kvörtun einstaklingsins til Póst- og fjarskiptastofnunar til úrlausnar.

Í ákvörðunarorðum Póst- og fjarskiptastofnunar segir: IP-fjarskipti ehf. braut gegn 5. mgr. 46. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 með því að hringja í bannmerkt símanúmer kvartanda í tengslum við beina markaðssetningu sína.

Þetta kemur fram í tilkynningu á heimsíðu Póst- og fjarskiptastofnunar en þar kemur ekki fram hver viðurlög við þessu broti kunna að vera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert