Nauðgunarþjálfun á Netinu

Þremur konum er nauðgað í tölvuleiknum RapeLay.
Þremur konum er nauðgað í tölvuleiknum RapeLay.

Hægt er að nálgast tölvuleikinn RapeLay í gegnum íslenska vefsvæðið torrent.is. Um er að ræða leik þar sem aðalmarkmið þátttakenda er að þjálfa sig í nauðgunum. Hjá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, fengust þær upplýsingar að málið væri nú til athugunar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Aðspurður sagði hann lögregluna enn ekki hafa náð tali af forsvarsmönnum vefsvæðisins. Ekki kemur fram á vefnum hver rekur vefsvæðið.

Í lýsingu á leiknum á vefsvæði torrent.is segir: "Leikmaðurinn bregður sér í hlutverk chikan [sem á japönsku þýðir öfuguggi] sem hefur það að sið að káfa á konum í yfirfullum neðanjarðarlestum. Framhaldsskólastúlka að nafni Aoi lætur handtaka chikan fyrir að misbjóða sér. Í framhaldinu hyggur chikan á hefndir með því nauðga öllum fjölskyldumeðlimum Aoi. Fyrsta fórnarlamb hans er Manaka, yngri systir Aoi, sem hann nauðgar á almenningssalerni. Næsta fórnarlamb hans er Yuuko, móðir Aoi, sem hann nauðgar í almenningsgarði. Þriðja fórnarlamb persónunnar er Aoi, þ.e. konan sem kærði hann til lögreglunnar. Hann nauðgar henni á hóteli eftir að hafa bundið hana niður. Þegar leikmaðurinn hefur fullkomnað þessi verkefni sín fær hann að nauðga þeim hvenær og hvar sem hann lystir. [...] Þetta stig nefnist þjálfun, en í því getur leikmaðurinn brotið konurnar þrjár á bak aftur á níu mismunandi vegu. Þetta merkir að þær munu ekki veita neina mótspyrnu gegn óskum leikmannsins um tilteknar kynlífsathafnir." | 11

Í hnotskurn
» RapeLay er japanskur þrívíddar tölvuleikur sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í apríl 2006.
» Istorrent, sem stendur að baki vefnum torrent.is, er áhugamannafélag um skráardeilingu, stofnað árið 2005.
» 14 þúsund einstaklingar hafa aðgang að torrent.is, en til þess að gerast meðlimur þarf boð frá einhverjum sem þegar er skráður félagi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert