Ný ríkisstjórn tekin við völdum - lagt á djúpið í herrans nafni

Ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hófst á Bessastöðum í kl. 14 í dag en þar tók ný ríkisstjórn formlega við völdum. Áður en að fundurinn hófst rituðu sjö nýir ráðherrar, sex frá Samfylkingu og einn frá Sjálfstæðisflokknum, nafn sitt í gestabók Bessastaða.

Össur Skarphéðinsson, nýr iðnaðarráðherra, sagði í tilefni dagsins að nú hafi ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi lagt á djúpið í því herrans nafni „með einlægan samstarfsvilja sem byr í okkar segl“.

Um klukkan þrjú í dag tóku nýju ráðherrarnir við lyklavöldum af þeim fráfarandi í sínum ráðuneytum.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við utanríkisráðuneytinu af Valgerði Sverrisdóttur.

Össur Skarphéðinsson tók við iðnaðarráðuneytinu af Jóni Sigurðssyni.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir tók við umhverfisráðuneytinu af Jónínu Bjartmarz.

Björgvin G. Sigurðsson tók við viðskiptaráðuneytinu af Jóni Sigurðssyni.

Guðlaugur Þór Þórðarson tók við heilbrigðisráðuneytinu af Siv Friðleifsdóttur.

Kristján L. Möller tók við samgönguráðuneytinu af Sturlu Böðvarssyni.

Loks tók Jóhanna Sigurðardóttir við félagsmálaráðuneytinu af Magnúsi Stefánssyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina