Nýr smábátur til Flateyrar

Garðar ÍS á siglingu út Eyjafjörðinn á leið til Flateyrar …
Garðar ÍS á siglingu út Eyjafjörðinn á leið til Flateyrar í gær. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Nýr smábátur hefur verið keyptur til Flateyrar. Báturinn heitir Garðar ÍS en hét áður Kristbjörg EA og var keyptur frá Hrísey. Garðar er af Viking 800 gerð, útbúin til línuveiða og er nýuppgerður. Um tuttugu þorskígildistonna kvóti fylgir bátnum.

Sigurður Garðarsson, skipstjóri og eigandi bátsins, segir að hann búist við að koma með bátinn til Flateyrar um helgina. Þegar bb.is náði tali af Sigurði var hann á Hólmavík að bíða eftir að veður lægði til að halda áfram för.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert