Atvinnumálanefnd kannar möguleika á almenningshlutafélagi

Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram tillögu sem felur atvinnumálanefnd bæjarins að kanna möguleika á samstarfi einstaklinga, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum, um að stofna almenningshlutafélag.

Almenningshlutafélagið á að hafa þann tilgang að kaupa veiðiheimildir og tryggja fullvinnslu sjávarafurða á svæðinu. Litið verður til reynslu af eignarhaldsfélaginu Glámu, en Gláma ehf. var stofnað sumarið 2002 með aðild Byggðastofnunar og nokkurra fyrirtækja á suðurhluta Vestfjarða, Þingeyri og á Drangsnesi.

Í tillögunni segir, að verði almenningshlutafélag stofnað verði m.a. leitað eftir samstarfi við fjármálastofnanir, Byggðastofnun og stjórn Hvetjanda eignarhaldsfélags.

Í tillögunni er atvinnumálanefnd gert að skila tillögum til bæjarstjórnar eigi síðar en 15. júní nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert