Á hjóli með líkkistu í eftirdragi

Bernhard Bechter, austurrískur hvalavinur er nú að hjóla umhverfis Ísland með líkkistu í eftirdragi undir kjörorðinu: Myndavélar í stað skuta. Segir maðurinn vilja með þessu vekja athygli á því að hvalaskoðun sé mun heppilegri leið en hvalveiðar til að nýta hvali.

Fréttavefur Iceland Rewiev vísar í tilkynningu frá náttúruverndarsamtökunum Whale and Dolphin Conservation Society, sem styðja aðgerðir Bechters, en þar kemur fram að Bechter hafi lagt af stað frá Húsavík 11. maí og ætli að ljúka ferðinni 31. maí, sama dag og ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Anchorage lýkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert