Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir.
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir.

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir lést á líknardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í dag. Þetta kemur fram á bloggsíðu hennar. Ásta vakti landsathygli fyrir baráttu sína við krabbamein, en veikindum sínum lýsti hún á bloggsíðu sinni og í viðtölum í sjónvarpi. Tímaritið Ísafold útnefndi hana Íslending ársins 2006 í desember á síðasta ári.

Bloggsíða Ástu Lovísu

mbl.is

Bloggað um fréttina