365 miðlar hóta Agli lögbanni

Einar Þórs Sverrisson, lögmaður 365 miðla ehf., hefur sent Agli Helgasyni bréf þar sem þeirri skoðun fyrirtækisins er lýst að Egill hafi sagt starfssamningi sínum við 365 miðla upp með ólögmætum hætti og einnig, að kominn hafi verið á endanlegur samningur um áframhaldandi störf Egils fyrir fyrirtækið til tveggja ára.

Í bréfinu er þess einnig krafist af Agli að hann efni umræddan samning við 365 miðla ehf. Verði hann ekki við því með sannarlegum hætti fyrir lok föstudagsins 8. júní muni þess verða krafist að lögbann verði lagt á fyrirhuguð störf hans hjá Ríkisútvarpinu og hafinn undirbúningur að skaðabótamáli gegn honum vegna ólögmætrar uppsagnar og ráðningar hans til RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina