Skeljungur og N1 hækka verð á eldsneyti

Enn á ný er verð á eldsneyti hækkað
Enn á ný er verð á eldsneyti hækkað Mynd/Goll

Bæði Skeljungur og N1 hækkaðu verð á eldsneyti í dag. Skeljungur hækkaði bensínlítrann um 1,70 krónur og lítrann af díselolíu um 1,50 krónur. Eldsneytishækkanir N1 eru nákvæmlega þær sömu; bensínlítrinn hækkaði um 1,70 krónur og dísellítrinn um 1,50 krónur.

Eftir hækkanirnar kostar bensínlítrinn hjá Skeljungi nú 129,60 krónur með þjónustu en 124,60 krónur í sjálfsafgreiðslu. Hjá Skeljungi kostar nú einn líter af díselolíu nú 129,30 með þjónustu og 124,30 krónur í sjálfsafgreiðslu.

Magnús Ásgeirsson, hjá fjármálasviði N1, sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins, að fyrirtækið gefi ekki upplýsingar um verð einstakra vöruflokka en staðfesti að þar á bæ hefði bensínlítrinn hækkað um 1,70 krónu í dag og dísellítrinn um 1,50 krónur. Að sögn Magnúsar endurspegla þessar hækkanir heimsmarkaðsverð sem hefur verið mjög hátt og laka stöðu krónunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina