Fánalög brotin með mótmælaaðgerðum

Stóriðjumótmælendur höfðu ritað mótmæli sín á íslenska fánann.
Stóriðjumótmælendur höfðu ritað mótmæli sín á íslenska fánann. mbl.is/ÞÖK

Fánalög voru brotin í dag er fimm mótmælendur strengdu stóran heimagerðan fána sem líktist íslenska þjóðfánanum utan á vinnupalla á Þjóðleikhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Lögreglan hafði afskipti af fimm einstaklingum vegna málsins en á fánann voru letruð mótmæli gegn Alcoa og stóriðju á Íslandi.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fjórir Íslendingar og einn útlendingur færðir til skýrslutöku vegna málsins og sleppt að henni lokinni.

Hald var lagt á fánann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert