Hátíðardagskrá fór vel fram í Reykjavík

Sólveig Arnarsdóttir fjallkona flutti ljóð eftir Þórarinn Eldjárn.
Sólveig Arnarsdóttir fjallkona flutti ljóð eftir Þórarinn Eldjárn. mbl.is/Golli

Hátíðardagskrá á Austurvelli í Reykjavík fór vel fram. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar með aðstoð útskriftarnema Menntaskólans í Reykjavík. Björn Ingi Hrafnsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar flutti ávarp sem og Forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde. Á milli ræðuhalda flutti Karlakór Reykjavíkur Þjóðsönginn og ættjarðarlög. Fjallkonan flutti ljóð sem Þórarinn Eldjárn samdi sérstaklega fyrir tækifærið og það var leikkonan Sólveig Arnarsdóttir sem var fjallkonan í ár.

Veður er milt í Reykjavík, það er skýjað og þrettán stiga hiti, Veðurstofa Íslands spáir þó einhverri vætu upp úr hádeginu. Klukkan eitt fór Fornbílaklúbburin í hópakstur um miðbæinn og endaði hann á Miðbakka Reykjavíkurhafnar þar sem sýning á bílunum stendur nú yfir.

Forseti Íslands lagði blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar.
Forseti Íslands lagði blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. mbl.is/Golli
Skátar gengu að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli.
Skátar gengu að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. mbl.is/Golli
Forsætisráðherra flutti hátíðarræðu á Austurvelli.
Forsætisráðherra flutti hátíðarræðu á Austurvelli. mbl.is/Golli
Frá hátíðardagskrá á Austurvelli.
Frá hátíðardagskrá á Austurvelli. mbl.is/Golli
Skrúðganga skáta í Aðalstræti.
Skrúðganga skáta í Aðalstræti. mbl.is/Golli
Frá Austurvelli þar sem hátíðardagskrá fer fram
Frá Austurvelli þar sem hátíðardagskrá fer fram mbl.is/Golli
Hátíðargestir halda til guðsþjónustu í Dómkirkjunni.
Hátíðargestir halda til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. mbl.is/Golli
Fornbílaklúbburinn í hópakstri.
Fornbílaklúbburinn í hópakstri. mbl.is/KGA
mbl.is

Bloggað um fréttina