Umferð í átt að miðbæ Reykjavíkur þyngist

Þessir bílar í fornbílaklúbbnum höfðu undanþágu til að fá að …
Þessir bílar í fornbílaklúbbnum höfðu undanþágu til að fá að aka um miðbæinn í dag. mbl.is/KGA

Nú eru Hátíðahöldin í tengslum við þjóðhátíðardaginn hafin víðast hvar um landið og að sögn varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verða 7 skrúðgöngur í umdæmi hans í dag og er bílaumferð víða farin að þyngjast sérstaklega á helstu umferðaræðum sem liggja í átt að miðborginni. Hefðbundnar lokanir gilda í dag og má segja að miðbærinn sé lokaður fyrir almennri bílaumferð.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var ekki komin með neinar tölur yfir mannfjölda en ljóst er að veður er milt og margir eru þessa stundina að leggja leið sína niður í miðbæ.

mbl.is