Esja eftir vinnu og á Jónsmessunni

Forsvarsmenn ferðafélaga hafa orðið varir við aukinn áhuga Íslendinga á útivist á undanförnum mánuðum og árum og á það bæði við um útivist í nánasta nágrenni og ferðalög innanlands. Hjá Ferðafélagi Íslands hefur félagsmönnum fjölgað mikið á undanförum árum og eru þeir nú um 7.000 talsins.

Ferðafélag Íslands verður áttatíu ára síðar á þessu ári og innan þess starfa 10 deildir víða um land sem eiga og reka skála og halda úti ferðum allan ársins hring.

Vilborg Arna Gissurardóttir, hjá Ferðafélagi Íslands, segir að á höfuðborgarsvæðinu hafa áhersla einnig verið lögð á að kynna Esjuna sem útivistarsvæði. Efnt sé til vikulegra Esjuganga á miðvikudögum sem beri yfirskriftina „Esja eftir vinnu” auk þess sem unnið sé að því að koma upp upphitunartækjum við rætur fjallsins fyrir almenning. Þá verður efnt til mikillar dagskrár við rætur fjallsins og á því á Jónsmessunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert