Saumavélar streyma út í Kringlunni

Löng biðröð myndaðist við sölubásinn
Löng biðröð myndaðist við sölubásinn mbl.is/Ásdís

Mikil örtröð myndaðist í Kringlunni í dag er enska fyrirtækið Jerry Fried fór að selja Necchi saumavélar á göngum verslunarmiðstöðvarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Kringlunni þá myndaðist mikil örtröð við sölubás saumavélasalanna og þurfti að setja upp borða til þess að stjórna umferðinni í kringum sölubásinn.

Jerry Fried dreifði auglýsingum inn á flest heimili á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram kom að vegna efnahagsástands í Bretlandi þá hafi ekki allar pantanir í saumavélina verið sóttar. Því hafi fyrirtækið ákveðið að koma hingað til lands og selja hluta af lagernum.

Munu saumavélarnar vera í sölu í Kringlunni þar til á mánudag en á laugardag verður lokað á sölubásnum. Ekki hefur fengist skýring á því hvers vegna saumavélarnar verða ekki til sölu þann dag.

Vefur Jerry Fried

Örtröð í Kringlunni
Örtröð í Kringlunni mbl.is/Ásdís
mbl.is